Skólavörðustígur 12, 101 Reykjavík
STJÓRNARRÁÐSREITUR
2019-2020
Stjórnarráð Íslands liggur á milli Hverfisgötu, Lækjargötu og Bankastrætis. Húsið var upprunalega reist sem tukthús í landi Arnarhóls á árunum 1761-1770 og liggur það austan við Lækjargötuna neðst í brekkunni sem nú heitir Hverfisgata. Elsta kort af Stjórnarráðinu og lóðinni þar um kring er frá 1787. Þar afmarkast lóðin af Læknum í vestri og túngarði í suðri og austri sem gengur að Arnarhólströðinni. Húsið stendur á upphaflegum stað en útliti þess og umhverfi hefur verið breytt í gegnum tíðina.
Lóðin sem Stjórnarráðið stendur á er í Arnarhólslandi eins og áður sagði, en stutt er niður á klöpp þar sem húsið sjálft stendur en hallar þó skarpt til vesturs í átt að Lækjargötu. Norðan við Stjórnarráðið þar sem nú er bílaplan og bílastæði var áður töluvert lægra í landslaginu, en umhverfinu hefur verið breytt allverulega í gegnum tíðina.
Vegna endurbóta á Stjórnarráðshúsinu vorið 1997 hafði fornleifadeild Árbæjarsafns eftirlit með uppgreftri úr gólfum hússins. Í suðausturhluta hússins fundust leifar vegghleðslu sem talin var tilheyra byggingu sem þar stóð áður en Stjórnarráðshúsið var byggt eða þar að segja Tugthúsið. Í torfi við hleðsluna fundust gjóskurendur af Miðaldalaginu sem er aldursgreint aftur til 1226 e.kr.. Út frá því var talið trúlegast að veggurinn væri frá þeim tíma er gjóskan féll eða yngri. Þetta eru elstu leifar um mannvist sem fundist hafa á lóð Stjórnarráðshússins.
Í skýrslu Borgarsögusafns Reykjavíkur, Eldri byggð á lóð Stjórnarráðsins, segir að líklega séu þetta leifar útihúss frá Arnarhóli. Engin önnur mannvirki séu þekkt á lóðinni frá þessum tíma en ekki sé langt í eldri minjar á Arnarhóli. Vegghleðslurnar undir Stjórnarráðshúsinu voru ekki fjarlægðar og ekki grafið niður úr öllum mannvistarleifum. Leifar eldri mannvistar kunna því enn að leynast undir gólfi hússins. En ljóst er nú að enginn eldri mannvist var utan við grunn Stjórnarráðshússins þar sem síðari tíma framkvæmdir gætu hafa fjarlægt þær minjar og/eða að það hafi aldrei verið. Þær minjar sem fundust á svæðinu voru töluvert mikið raskaðar vegna seinni tíma framkvæmda en nokkur mannvirki voru enn óhreyfð og má þar helst nefna drenlagnakerfi frá miðri 18.öld, húsagrunni frá lokum 19.aldar og upphafi 20.aldar og niðurgrafinni byggingu sem líklegast er reist samtíða bygggingu tugthússins og stóð untan við húsið sjálft. Enn er verið að vinna við úrvinnslu uppgraftarins en frekari upplýingar birtast í lokaskýrslu í mars 2021.

















